Fréttir

Skákþing Norðlendinga 2021

Tvísýnt var hvort Skákþingið gæti farið fram sökum landsfarsóttar sem herjar á landsmenn alla og setti þetta mjög mark sitt á þátttökuna en undirbúningur að mótinu var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og var þar í forystu Jón Arnljótsson á Ytri-Mælifellsá. Löggiltur skákstjóri úr Reykjavík var Edda Birgisdóttir, Eiríkssonar Kristinssonar, þetta er skagfirskur leggur en Eiríkur var bróðir Sveins Kristinssonar er var þekktur skáksnillingur á sinni tíð.
Meira

Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins

Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
Meira

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Þröm, austan Sæmundarár

Ekki tel jeg rjett, að setja nafnið í upphaflega mynd, Þrömr, því kynsbreytingin Þröm er búin að ná festu í málinu, sem ýms önnur orð er líkt stendur á fyrir. Hjer norðanlands virðist kk. beygingin Þrömr vera horfin um 1500.
Meira

Leyfir illa upplýstum vinnufélögum bara að pústa :: Liðið mitt Alex Már Sigurbjörnsson Liverpool

Alex Már Sigurbjörnsson, veitukall hjá Skagafjarðarveitum, er fæddur og uppalinn á Króknum en flutti sig fram í Varmahlíð og býr þar í dag með fyrirliða meistaraflokksliðs Tindastóls. Ekki fer miklum sögum af afrekum Alex á völlum fótboltans á síðu KSÍ annað en að hann hafi skipt úr Tindastól í Drangey og fengið leikheimild um miðjan júlí 2017. Alex er þekktari fyrir fimi sína á bassagítarinn þar sem hann er m.a. meðlimur Hljómsveitar kvöldsins. Hann vill þakka Halldóru frænku sinni fyrir þessa áskorun og dembir sér í spurningarnar.
Meira

Stefnt að rökkurgöngum í Glaumbæ helgina fyrir jól

Það er ljúft að leggja leið sína í Glaumbæ á aðventunni og hverfa einhverjar aldir aftur í tímann. Stemningin einstök í stilltu dimmbláu vetrarrökkrinu, stjörnurnar og ljósin á bæjunum blikandi í fjarska. Í JólaFeyki, sem kom út í lok nóvember tjáði, Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, lesendum að stefnt væri á að fara rökkurgöngur í gamla bænum – væntanlega dagana 17. og 18. desember – ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. JólaFeykir spurði Berglindi líka aðeins út í jólahald hennar.
Meira

Sigur Ármanns í Síkinu þrátt fyrir hetjulega baráttu heimastúlkna

Lið Tindastóls og Ármanns mættust í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið gestanna hefur verið að gera vel í vetur og var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í gær. Þær höfðu yfirhöndina mest allan tímann og í kjölfar þess að Ksenja Hribljan fékk sína aðra tæknivillu og var vísað úr húsi þá reyndist lið Ármanns of sterkt í Síkinu. Þá ekki hvað síst vegna stórleiks Schekinah Sandja Bimpa sem Stólastúlkur náðu aldrei að hemja í leiknum en hún tók 25 fráköst og gerði 49 stig í 64-75 sigri Ármanns.
Meira

Brakandi fínn sigur á Breiðhyltingum í Síkinu

Tindastólsstrákarnir tóku á móti liði ÍR í Síkinu í gærkvöldi í nokkuð sveiflukenndum leik. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengstum en í Breiðhyltingar hafa löngum átt í basli með að gefast upp og sú varð raunin að þessu sinni. Þegar leikurinn átti að vera kominn í öruggar hendur Stólanna þá slökuðu okkar menn á og lið ÍR gekk á lagið, minnkaði muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. Þeir héldu hins vegar ekki dampi og á endanum tryggðu Stólarnir sér 21 stigs sigur, Lokatölur 98-77 þar sem byrjunarlið Tindastóls gerði 94 af 98 stigum og Nesi sá um rest.
Meira

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira