Fréttir

Sorpurðunar- og sorphirðugjald hækkar um 15% í Skagafirði

Á fundi byggðarráðs svf. Skagafjarðar fyrir helgi kom fram að sveitarfélagið greiðir tugi milljóna fyrir sorphirðu og sorpurðun umfram tekjur á ári hverju. Er það í mótsögn við lög sem skyldar sveitarfélög að innheimta gjöld í samræmi við kostnað í þeim málaflokki.
Meira

Pílufélag Hvammstanga - Áskorandapenni Patrekur Óli Gústafsson – Formaður Pílufélags Hvammstanga

Það hafði verið í umræðunni í þó nokkurn tíma hjá okkur félögunum að það væri gaman að stofna pílufélag á Hvammstanga. Áhuginn var til staðar en það eina sem þurfti var spark í rassinn til að hefjast handa.
Meira

Fullt hús stiga á Jólin heima

Jólatónleikarnir Jólin heima voru haldnir fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Miðgarði sl. laugardagskvöld, haldnir af ungu skagfirsku tónlistarfólki sem áður höfðu haldið jólatónleika á síðasta ári í netstreymi. Til að gera langa sögu stutta tókust tónleikarnir afar vel og fá fullt hús stiga.
Meira

Framtíðin er komin - Áskorandi Þorgrímur Guðni Björnsson Hvammstanga

Takk Ármann! Takk fyrir áskorunina. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Nú þegar styttist í komu erfingjans á Neðri-Torfustöðum þá fannst mér tilvalið að ræða við verðandi foreldrana um upptöku eftirnafnsins Ármann, það var hlustað en ég veit ekki hvort samtalið hafi skilað ætluðum árangri og hugmyndin sé gleymd.
Meira

Nóg að sýsla í Grunnskólanum austan Vatna

Feykir hefur örlítið dundað við að heimsækja heimasíður grunnskólanna hér á Norðurlandi vestra upp á síðkastið og nú kíkjum við á fréttir úr Grunnskólanum austan Vatna sem starfræktur er á Hofsósi og Hólum. Síðust viku nóvembermánaðar var áhugasviðs- og dansvika í skólanum en þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem þeir voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf.
Meira

Engin Stólajól í Keflavíkinni

Það var nú varla nein jólaskemmtiferð sem Tindastólsmenn fóru í Keflavík í gær og engir afslættir í gangi suður með sjó. Keflvíkingar tóku kröftuglega á móti gestum sínum og lögðu grunninn að öruggum sigri sínum með glimrandi leik í fyrsta leikhluta þar sem Stólarnir voru hreinlega áhorfendur. Strákarnir okkar gáfust þó ekki upp, bitu reglulega frá sér en slæmu kaflarnir voru of langir og slæmir. Níu stiga tap, 93-84, gefur ekki sanna mynd af leiknum sem tapaðist af talsverðu öryggi.
Meira

Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.
Meira

Jólamóti Molduxa frestað

Á fundi mótanefndar Jólamóts Molduxa fyrr í dag var ákveðið að fella niður hefðbundið stórmót sem vera átti annan jóladag vegna óvissuástands í Covid 19 málum þjóðarinnar.
Meira

Félag grunnskólakennara hafnar Lífskjarasamningi og slítur kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga

Í morgun sleit Félag grunnskólakennara kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en kjarasamningur aðila rennur út um næstu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífskjarasamnings er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa þegar gert við aðra viðsemjendur sína.
Meira

Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Feykir sagði frá því í gær að meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hafi verið leyst upp en stjórnir félaganna hafa undanfarin tíu ár haldið úti sameiginlegum meistaraflokki. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar, fráfarandi formanns meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, hafði meistaraflokksráði verið gefið umboð til að stjórna því starfi án aðkomu aðalstjórna eða knattspyrnunefnda félaganna.
Meira