Fréttir

Kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2021. Í frétt á heimasíðu SSNV kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi árs 2022.
Meira

Litli Hnotubrjóturinn í Miðgarði

Sýningin Litli Hnotubrjóturinn verður sýnd í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, 15. desember næstkomandi. Tónadans heldur sýninguna í samvinnu við Tónlistarskóla Skagafjarðar og á sýningunni munu einmitt koma fram dansnemendur frá Tónadansi og fiðlunemendur frá Tónlistarskólanum og Tónadansi. Einnig koma fram þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Sveinn Sigurbjörnsson.
Meira

Breyting á deiliskipulagi við Hólanes

Á heimasíðu Skagastrandar er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hólanes og fjallar um áform vegna uppbyggingar sjóbaða við Hólanes ásamt breytingum á lóðamörkum fyrir Fjörubraut 6 og 8. Skilgreind er aðkoma og bílastæði fyrir sjóböð og breytingar á stígakerfi.
Meira

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira

Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félagsmiðstöð. Síðast liðinn föstudag afhenti Halldór Hreinsson fyrir hönd eigenda Brekkugötu 2 félaginu lyklavöldin að jarðhæð og kjallara húss Sigurðar Pálmasonar. Hefur félagið frjáls afnot af húsnæðinu fram til 17. júní á næsta ári og greiðir aðeins fyrir rafmagn og hita. Stjórn félagsins er afar þakklát fyrir þennan rausnarskap og stefnir að því að nýta þetta húsnæði sem best fyrir nýjungar og fjölbreyttara félagsstarf í þágu eldri borgara og samfélagsins alls þennan tíma.
Meira

Ísteka riftir samningum við bændur vegna ólíðandi meðferðar hrossa

Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.
Meira

Tveir frá UMSS fengu viðurkenningar frá FRÍ

„Á sérstökum tímum þarf sérstaka nálgun og það var raunin með uppskeruhátíð FRÍ fyrir árið 2021,“ segir á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en uppgjör á árangri og val á frjálsíþróttakarli og -konu og veitingar viðurkenninga í hinum ýmsu flokkum fóru fram með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.
Meira

„Jólalögin eru best eins og þau munu hljóma í Gránu“ / HULDA JÓNASAR

Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“
Meira

Stúlkurnar hans Brynjars Karls mörðu sigur

Stólastúlkur héldu suður yfir heiðar í gær og léku við sameinað lið Aþenu/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta. Úr varð hörkuleikur þar sem heimastúlkur á Jaðarsbökkum reyndust sterkari þegar upp var staðið, þrátt fyrir að Ksenja ætti stórleik í liði Tindastóls í sínum síðasta leik með liðinu. Lokatölur voru 90-84 fyrir heimastúlkur.
Meira