Mesti fjöldi hraðprófa á heilsugæslunni á Sauðárkróki í morgun
feykir.is
Skagafjörður
10.12.2021
kl. 14.54
Það var nóg að gera á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki í morgun þar sem yfir 400 hraðpróf voru tekin vegna Covid 19 en ekki er boðið upp á sýnatöku um helgar á Króknum. Að sögn Kristrúnar Snjólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðings, gekk sýnatakan mjög vel, enda fólk afar jákvætt í biðröðinni þrátt fyrir mikið frost en sem betur fer flestir frekar neikvæðir í niðurstöðum eftir sýnatöku. „Þetta er mesti fjöldi sem hefur komið til okkar í hraðpróf vegna viðburða,“ segir Kristrún.
Meira
