Fréttir

Íþróttagarpurinn Hilmir Rafn Mikaelsson - Ætlar að sýna sínar bestu hliðar á Ítalíu

Feykir greindi frá því í sumar að hinn efnilegi knattspyrnumaður frá Hvammstaga, Hilmir Rafn Mikaelsson, hefði gengið til liðs við Venezia á Ítalíu, sem hefur sínar bækistöðvar í Feneyjum, og spilar í Seríu A þar í landi.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Undornfell í Vatnsdal

Landnáma minnist á bæinn: „Þórir (Ingimundarson) hafði goðorð ok bjó at Undurnfelli“ (132). Vatnsdæla (66) veit betur: „Þórir hafrsþjó bjó at Nautabúi; þat heitir nú at Undunfelli.“ Þar hefir því verið nautabú Ingimundar goða. Forliður nafnsins brenglast svo á ýmsa vegu, en bendir þó furðumikið á upprunanafnið: Árin 1344: Undon- (DI. IV. B.). 1360: Undan- (DI. III. B.). 1394: Unden- og Undin- (DI. III. B.). Á 16. öld mun fyrst fara að votta fyrir Undir- en fyrri ekki (sbr. DI. II. 477, 489 [l429] o. v.). Undorn (eða undurn) var eyktamarksheiti í fornmáli.
Meira

Tindastólsmenn lagvissir í Ljónagryfjunni

Lið Tindastóls gerði fína ferð í Njarðvík í gær þar sem það mætti liði heimamanna í fimmtu umferð Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu tapað síðustu leikjum sínum eftir góða byrjun á mótinu og því mikilvægt að hrista af sér slenið og komast aftur á sigurbraut. Að venju var boðið upp á baráttu og leikgleði í Ljónagryfjunni en í gær var lið Tindastóls einfaldlega betra og uppskar góðan sigur, vörðust betur en heimamenn og skoruðu meira. Sem er mikilvægt... Lokatölur 74-83.
Meira

Áhöfnin bíður eftir niðurstöðum úr skimunum vegna Covid-19

Í gær var Málmey SK 1, einum togara Fisk Seafood, siglt í heimahöfn á Sauðárkróki eftir að upp kom grunur um að einhverjir 15 skipverja væru smitaðir af Covid-19. Var áhöfnin í heild sinni tekin í hrappróf og reyndust fjórir úr áhöfn jákvæðir. Mbl.is hafði eftir Ólafi Bjarna Haraldssyni, stýrimanni, að eng­inn skipverja væri mikið veik­ur og flest­um liði ágæt­lega. Málmey er komin til hafnar og áhöfnin búin að fara í skimun og bíður nú eftir niðurstöðum úr þeim en reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir í kvöld.
Meira

Skagfirðingar funda í Vestur-Húnavatnssýslu

Nú styttist í útkomu síðasta bindis Byggðasögu Skagafjarðar sem er það 10. í röðinni og er væntanlega á leið úr prentsmiðjunni í þessum orðum. Samkvæmt upplýsingum tíðindamanns Feykis í Vestur-Húnavatnssýslu þá þótti það á hinn bóginn nokkrum tíðindum sæta þegar útgáfustjórn og ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar sáust funda á bókasafninu á Hvammstanga fyrir stuttu.
Meira

Frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur frestað

„Vegna Covid óvissuástands höfum við hjá Leikfélagi Sauðárkróks ákveðið að fresta sýningum á Ronju helgina 5.-7. nóvember,“ segir í tilkynningu frá LS.
Meira

Tíu mínútna standandi lófaklapp í lok frumsýningar

Óperan „Góðan daginn, frú forseti“ var frumsýnd laugardaginn 23. október í Grafarvogskirkju við frábærar undirtektir fjölmargra áhorfenda sem sóttu tónleikana. Óperan fjallar um líf og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur og tóku þátt um 90 manns í uppfærslunni.
Meira

Konur í fyrsta sinn til liðs við Rótarýklúbb Sauðárkróks

Allt er breytingum háð segir einhvers staðar. Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 1948 og félagar koma og fara eins og gengur. Í gær gengu þrír nýir félagar til liðs við klúbbinn. Þessi atburður er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þetta er í fyrsta sinn í 73 ára sögu Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem konur ganga í klúbbinn.
Meira

Enn herðir að vegna Covid

Ríkisstjórnin fundaði í morgun í kjölfar þess að nýr minnismiði barst heilbrigðisráðherra frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kjölfar töluverðrar uppsveiflu í Covid-smitum. Ákveðið var að herða á samkomutakmörkunum landsmanna og meginatriðin er að skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.
Meira

Brottfluttir Blönduósingar gefa út ballöður

Þér fylgja englar er fyrsta lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér, dúett skipaður brottfluttu Blönduósingunum Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Í svörtum fötum.
Meira