Fréttir

Mild veður með umhleypingum í nóvember

Fimm félagar Veðurklúbbs Dalbæjar sáu um samantekt veðurupplýsinga að þessu sinni þar sem farið var yfir tunglkomu, músagang, tengsl við veður fyrsta vetrardag og margt fleira. Í fundargerð kemur fram að spámenn hafi einnig velt fyrir sér hvort rjúpnastofninn, sem er víst í sögulegu lágmarki núna, gæti eitthvað tengst veðrum undanfarin ár en sáu ekki endilega bein tengsl þar á milli.
Meira

Skipulag norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki auglýst

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta sömu götu. Markmiðið með tillögunni að deiluskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir alls fimmparhúsalóðum.
Meira

Linda Fanney nýr framkvæmdastjóri og stjórnarkona hjá Alor ehf.

Skagfirðingurinn Linda Fanney Valgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. Félagið er hátæknifyrirtæki sem var stofnað á árinu 2020 og vinnur að því að þróa og síðar framleiða umhverfisvænar álrafhlöður sem munu nýtast í það brýna verkefni að hraða orkuskiptum m.a. í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og annarri framleiðslu. Linda Fanney er frá Vatni í Skagafirði en faðir hennar, Valgeir Þorvaldsson, er stjórnarformaður og einn stofnenda félagsins.
Meira

Húnavatnshreppur markar stefnu í ferðaþjónustu

Stefnumörkun ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi hefur verið lögð fram hjá sveitarstjórn en þar er kveðið á um hvaða verkefni sveitarfélagið muni leggja áherslu á næstu tvö ár og verður sendur sem forgangslisti í áfangastaðaáætlun fyrir árið 2021. Á heimasíðu hreppsins kemur fram að fleiri áningarstaðir þarfnist greiningar og síðan fjármagns og yrðu þeir teknir fyrir í framhaldinu.
Meira

Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis

Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Meira

Fjölgun í öllum landshlutum - Norðvestlendingar orðnir 7426 talsins

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. en hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%.
Meira

Rabb-a-babb 204: Vivian

Nafn: Vivian Didriksen Ólafsdóttir. Starf / nám: Er starfandi leikkona. Hvernig nemandi varstu? Örugglega óþolandi, ætla að nota tækifærið og þakka gömlum kennurum fyrir kærleikann og þolinmæðina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er snillingur að gera heilandi mat, þá meina ég mat sem bústar meltingarveg og þar af leiðandi ónæmiskerfið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er roooosalega hvatvís, það fer að verða soldið þreytt.
Meira

Ræningjar og rassálfar, nornir og grádvergar - Leikfélag Sauðárkróks setur Ronju ræningjadóttur á svið

Leikfélag Sauðárkóks frumsýnir nk. föstudag í Bifröst barnaleikritið Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.
Meira

Ungt skagfirskt tónlistarfólk með Jólatónleika í Miðgarði

Jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir þann 11. desember í Menningarhúsinu Miðgarði. Á bakvið tónleikana stendur ungt skagfirskt fólk sem kemur bæði að skipulagi þeirra og flutningi. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu Bifröst í fyrra í gegnum myndbandsstreymi og fengu þeir góðar viðtökur.
Meira

Eftirspurn greiðslumarks mjólkur langt umfram framboð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2021. Þrettán vildu selja en fjöldi kauptilboða var alls 174. Þetta er síðasti markaður ársins og taka viðskiptin gildi frá 1. janúar 2022.
Meira