Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu deildarinnar en áhugasömum er bent á að umsóknir skulu sendar á netfangið sigurlinaem@gmail.com þar sem liðsstjóri og liðsmenn eru tilgreindir. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember næstkomandi.

Dagskrá Meistaradeild KS:

22. febrúar – Gæðingafimi
8. mars – Fjórgangur
17. mars - Fimmgangur
5. apríl – Slaktaumatölt
20. apríl (sumardaginn fyrsti) – 150m og gæðingaskeið
28. apríl – Lokakvöld, tölt og flugskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir