Síðast en ekki síst

Áramótaþáttur FeykisTV og Skotta Film, Síðast en ekki síst,  var tekinn upp í morgun og er nú kominn í loftið. Fyrstu gestir þáttarins eru Bergrún Sóla Áskelsdóttir, skemmtanastjóri NFNV og Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV. Þá er rætt við Árna Stefánsson, íþróttakennara og umsjónarmann Skokkhópsins á Sauðárkróki og Kára Marísson körfuboltamann og húsvörð í Árskóla. Loks koma yngstu menn í Heimi, þeir Gísla Laufeyjar og Höskuldsson og Sæþór Már Hinriksson, í sófann.

Spyrill er Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Árni Rúnar Hrólfsson stjórnar upptöku, um lýsingu og sviðshönnun sér Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og um dagskrárgerð sér Árni Gunnarsson. Lógó þáttarins hannaði Óli Arnar Brynjarsson.