Þúfur hrossaræktarbú ársins 2022 :: Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga

Mynd: Gísli Gíslason og Mette Mannseth fyrir framan verðlaun fyrir hross og árangur í hrossarækt og keppnum. Myndir: Guðrún Stefánsdóttir.
Mynd: Gísli Gíslason og Mette Mannseth fyrir framan verðlaun fyrir hross og árangur í hrossarækt og keppnum. Myndir: Guðrún Stefánsdóttir.

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt uppskeruhátíð fyrir árið 2022 þann 13. desember sl. í Tjarnarbæ. Við það tækifæri voru heiðruð þau hross sem efst stóðu sem einstaklingar í hverjum aldursflokki á kynbótasýningum ársins auk kynbótaknapa ársins, hrossaræktarbú ársins og hross sem hlotið höfðu afkvæmaverðlaun á árinu.

Að vanda var margt um hátt dæmd hross sem mættu til dóms á liðnu sumri og voru ræktuð af félagsmönnum HSS og mega Skagfirðingar vera stoltir af sinni ræktun nú sem endranær. Af öllum öðrum ólöstuðum verður sérstaklega að nefna árangur Mette Mannseth og Gísla Gíslasonar í Þúfum sem hlutu hinn eftirsótta Ófeigsbikar fyrir hrossaræktarbú ársins 2022 í Skagafirði. Ekki nóg með að fjöldi hrossa úr þeirra ræktun hafi glatt augað á kynbótabrautum í sumar, heldur átti búið hæst dæmda kynbótahross Skagafjarðar 2022, Hannibal frá Þúfum, og allar þrjár heiðursverðlaunahryssur ársins, þær Grýlu og Lýsingu báðar frá Þúfum og Pílu frá Syðra-Garðshorni.

Þá var og valinn kynbótaknapi ársins og var það Þórarinn Eymundsson sem hafði mikla yfirburði í stigum í ákveðnu kerfi sem notað er við stigaútreikninga, en hann sýndi 50 fullnaðarsýningar á árinu og þar af fóru 29 hross yfir 8 í aðaleinkunn.

Einn skagfirskur stóðhestur hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti á Hellu í sumar, Knár frá Ytra-Vallholti, og hlutu ræktendur hans viðurkenningu frá HSS fyrir það.

Einnig var veitt sérstök viðurkenning til handa ræktendum hæstd æmda klárhests landsins eftir aldursleiðréttingu þetta árið sem er Fróði frá Flugumýri.

Hér á eftir fylgja upplýsingar um verðlaunahafa hjá HSS árið 2022:

Stóðhestar 4 vetra

  1. Ambassador frá Bræðraá
  2. Grímar frá Þúfum
  3. Kvikur frá Nautabúi

Stóðhestar 5 vetra

  1. Fróði frá Flugumýri
  2. Sigurfari frá Sauðárkróki
  3. Suðri frá Varmalandi

Stóðhestar 6 vetra

  1. Frami frá Hjarðarholti
  2. Töfri frá Þúfum
  3. Síríus frá Tunguhálsi II

Stóðhestar 7 vetra og eldri

  1. Hannibal frá Þúfum
  2. Skarpur frá Kýrholti
  3. Seiður frá Hólum

Hryssur 4 vetra

  1. Agla frá Tölthólum
  2. Eldey frá Prestsbæ
  3. Frísk frá Prestsbæ

Hryssur 5 vetra

  1. Hringsjá frá Enni
  2. Klukka frá Þúfum
  3. Kjarnorka frá Flugumýri

Hryssur 6 vetra

  1. Staka frá Hólum
  2. Þenja frá Prestsbæ
  3. Grá frá Hofi á Höfðaströnd

Hryssur 7 vetra og eldri

  1. Álfamær frá Prestsbæ
  2. Gjöf frá Hofi á Höfðaströnd
  3. Kamma frá Sauðárkróki

Hryssur með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Grýla frá Þúfum
Lýsing frá Þúfum
Píla frá Syðra-Garðshorni

Stóðhestur með 1. verðlaun fyrir afkvæmi

Knár frá Ytra-Vallholti

Sérstök viðurkenning fyrir hæst dæmda klárhest landsins eftir aldursleiðréttingu: Fróði frá Flugumýri.
Hæst dæmda kynbótahross í Skagafirði 2022 (Sörlabikarinn): Hannibal frá Þúfum.
Kynbótaknapi ársins í Skagafirði 2022 (Kraftsbikarinn): Þórarinn Eymundsson.

Tilnefning til kynbótaknapa ársins 2022 í Skagafirði:
Bjarni Jónsson
Mette Mannseth

Hrossaræktarbú ársins í Skagafirði 2022 (Ófeigsbikarinn): Þúfur.

Tilnefning til Hrossaræktarbús ársins í Skagafirði:
Hestklettur
Hólar/Hólaskóli

/Samantekt Þorlákur Sigurbjörnsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir