Gallabuxurnar héngu fastar á spoilernum

Hver er maðurinn?  Ingi Þór Rúnarsson

Hverra manna ertu ?   Sonur Rúnars hjá Símanum og Eyrúnar aðstoðarkonu Palla tannlæknis.  Bjó á Sauðárkróki þar til leiðir skildu og ég hóf nám í háskóla.

Árgangur?  1973 módel

Hvar elur þú manninn í dag ?  Bý í Hafnarfirði en starfa í Reykjavík.

Fjölskylduhagir?  Trúlofaður Fjólu Bjarnadóttur, Hafnfirðingi með meiru.

Afkomendur?   Rakel Heba, 10 ára og Jóhannes Rúnar 4ra ára. Fjóla á eina dóttur, Rebekku Rós sem er 7 ára og svo er eitt á leiðinni hjá okkur.

Helstu áhugamál?   Fjölskyldan, stang- og skotveiði, fótbolti og körfubolti.

Við hvað starfar þú?  Ég starfa hjá Nýja Glitni hf.

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................  best

Það er gaman......................... að koma á heimaslóðir í Skagafjörðinn.

Ég man þá daga er........................ sveitaböll voru nánast vikulega í Skagafirðinum.

Ein gömul og góð sönn saga..................  Mér dettur ein í hug. Það var þegar Smári Eiríks var nýbúinn að fjárfesta í 1. bílnum sínum. Hvít Toyota með spoiler og það var komið að fyrstu ferð hans á honum útúr Skagafirðinum. Við fórum saman suður á honum félagarnir á föstudegi, ég, Smári, Stebbi Vagn og Grétar og vorum að fara að spila við ÍR á laugardeginum í Breiðholtinu. Við fórum svo saman, ég, Grétar og Smári vestur í bæ til að sækja Stebba á laugardeginum og það var mjög heitt í veðri. Á meðan við biðum eftir Stebba fyrir utan hjá honum ákvað einn okkar að vera á stuttbuxunum og fór því úr gallabuxunum og setti þær á toppinn á bílnum meðan hann græjaði sig í stuttbuxurnar. Svo kom Stebbi og við héldum af stað í gegnum borgina. Fljótlega tókum við eftir því að mikið var horft á okkur í bílnum og Smári bretti upp ermarnar og setti á sig sólgleraugun og var mjög ánægður með eftirtektina sem bíllinn hans fékk. Þegar við stigum útúr bílnum í Breiðholtinu þá fór brosið fljótlega af Smára þegar við sáum af hverju það var horft svona mikið á okkur í gegnum borgina. Gallabuxurnar héngu fastar á spilernum á bílnum og Smári hét því að fara aldrei aftur til Reykjavíkur á honum.

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Voru þetta samantekin ráð hjá þér og Stebba?

 

Svar............ Nei Stebbi greyið kom ekki nálægt þessu en hann var snöggur að mæta á svæðið þegar útkallið kom.

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn.............  Friðrik Smári Eiríksson
 
Spurningin er..................  Hver er eftirminnilegasti leikurinn sem þú spilaðir með Stólunum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir