Hugmyndin var að hagnast vel á sælgætissölu

Hver er maðurinn?  Hólmar Ástvaldsson

Hverra manna ertu? Sonur Itta og Dísu, og Alla í Björk er amma mín.

Árgangur?  1967,  árgangur ritstjórans?!

Hvar elur þú manninn í dag ? Bý í Kópavogi og vinn í Reykjavík

Fjölskylduhagir?  Giftur Ólu Björk Eggertsdóttur sálfræðingi

Afkomendur? Orri Þór, 14 ára og Birna Hrund, 13 ára

Helstu áhugamál? Fjölskyldan, ferðalög, íþróttir, veiði

Við hvað starfar þú? Fjármálastjóri Brimborgar ehf

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................best

Það er gaman.........................heima

Ég man þá daga er........................lífið snérist um Tindastól

Ein gömul og góð sönn saga.................. Árgangur 1967 tók virkan þátt í skátastarfi Eilífsbúa um tíma og þegar við vorum uþb 10 ára var ákveðið að halda mikið skátaball í fjáröflunarskyni.  Hugmyndin var að hagnast vel á sælgætissölu og dagana á undan keyptum við inn miklar birgðir af sælgæti og gosdrykkjum.  Eitthvað klikkaði auglýsingin og mæting á ballið varð nánast engin.  Eins og sannir Íslendingar í góðæri tók þá skátaflokkurinn til við að borða nammið sjálfur.  Þetta var auðvitað mjög gaman þar til skátaforinginn Páll Sighvatsson og yfirmenn skátahreyfingarinnar áttuði sig á að skuldir flokksins voru mjög háar en eignir engar!

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Ef þú værir enn í hringiðu viðskiptalífsins í Bandaríkjunum, væri Wall Street þá nokkuð hrunið?!

Svar............ Eftir að hafa hugsað um þetta í nokkra daga er ég jafnvel á því að ég hefði engu breitt um hrun fjármálamarkaðarins vestan hafs!
Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn.............Pál Brynjarsson
 
Spurningin er..................Er ekki kominn tími á að skipta um lið?  Páll hefur verið stuðningsmaður Leeds United í tæp 40 ár en liðið spilar í 2 deild (3. efstu) á Englandi!.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir