Að vita ekki sitt rjúkandi ráð

Herra Hundfúll hefur samvizkusamlega fylgst með fjölþjóðaþáttaröðinni Fortitude undanfarnar vikur. Hann hefur því á fimmtudagskvöldum látið yfir sig ganga limlestingar og uppskurði af ýmsu tagi, verið miðsboðið og ofboðið og allt þar á milli og allt um kring. Og hann er orðinn svo gufuruglaður í áhorfinu að hann hefur ekki hugmynd um hvort þessi þáttasería sé tær snilld eða mesta lágkúra sem sést hefur í sjónvarpi allra landsmanna. Eitt er víst; það borgar sig að taka tómatsósuna með sér í fríið austur því hún hlýtur að vera uppseld á þeim slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir