Æfum okkur í auðmýkt

Við erum frek og tilætlunarsöm. Við krefjumst árangurs af öðrum. Ef eitthvað fer ekki eins og við höfðum gert okkur vonir um orgum við og emjum og köstum leikföngunum okkar í allar áttir. Allt fer á annan endann vegna hluta sem kannski eru ekki svo ofboðslega mikilvægir. Herra Hundfúll er sammála Guðmundi Guðmundssyni handboltaþjálfara um að okkur skortir auðmýkt og fögnuð þegar vel gengur. Jú og sennilega skortir okkur jafnvægi og smá skynsemi þegar illa gengur. Það getur verið kúnst að draga andann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir