Dælurnar öflugri með hverju árinu
Herra Hundfúll er rosalega ánægður með þjónustuna sem hann fær á bensínstöðvunum. Þannig virðist sem dælurnar séu alltaf að verða öflugri og öflugri. Það tekur í það minnsta miklu styttri tíma fyrir Herra Hundfúlann að dæla á bílinn sinn fyrir 5000 kall í sumar en það tók hann fyrir nokkrum árum...
Fleiri fréttir
-
„Ég hef sest að bæði í ljósinu og myrkrinu“ | MORGAN BRESKO
Feykir birtir viðtöl við nokkra erlenda einstaklinga sem búa nú á Norðurlandi vestra, til lengri eða skemmri tíma. Við spyrjum um hvað sé heima, hvernig jólahaldið er og hvort viðkomandi hafi lært eitthvað á árinu sem er að líða. Fyrst á vaðið rennir Morgan Bresko sem hefur birt nokkrar greinar í Feyki tengdar listsýningum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún er ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og menningarfulltrúi. „Ég á myndarlegan íslenskan eiginmann og tvö yndisleg börn. Við búum á bænum Torfalæk rétt fyrir utan Blönduós,“ segir hún til að byrja með í forvitnilegu spjalli.Meira -
JÓLIN MÍN | „Skreytum frekar mikið með alls konar gömlu skrauti“
Auður Björk Birgisdóttir er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Hún býr á bænum Grindum í Deildardal með eiginmanni sínum, Rúnari Páli Dalmanni Hreinssyni, en þar búa þau með sauðfé og hross. „Við eigum þrjú börn, Bjarkey Dalrós, 17 ára, Sigurrós Viðju, 11 ára, og Birgi Smára Dalmann, 7 ára.Meira -
Uppáhalds manneskjan að spila í uppáhalds liðinu
Þóranna Ósk er 29 ára, fædd og uppalin á Sauðárkróki, og býr með kærastanum, Pétri Rúnari, og syni þeirra, Jóni Birgi, sem fæddist núna í sumar. Þegar Þóranna er ekki í fæðingarorlofi vinnur hún sem hjúkrunarfræðingur á HSN. Þóranna er dóttir Steinunnar Daníelu Lárusdóttur og Sigurjóns Viðars Leifssonar. Þóranna og Pétur eru bæði fædd og uppalin í Skagafirðinum. Spurð út í áhugamálin eru þau íþróttir, ferðast og vera með vinum en er á sama tíma voðalega heimakær.Meira -
Á Þorláksmessudag kom út lag
Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.Meira -
Drangey er og verður eign Skagfirðinga
Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar.Meira
