Ég ætla nú ekki að tjá mig um frammistöðu dómarans...

Herra Hundfúll hefur fylgst með fýluköstum knattspyrnuþjálfara á Íslandi það sem af er sumri. Það er alveg segin saga að ef liði tekst ekki að sigra í jöfnum leik þá hefur dómarinn (að mati þjálfara tapliðsins) átt slæman dag,  jafnvel verið alveg ömurlegur eða hreinlega, af einhverjum undarlegum orsökum, ekki viljað að lið viðkomandi þjálfara færi með sigur úr bítum. 

Sumir þjálfarar hafa fengið skömm í hattinn og jafnvel sektir fyrir að vera óvægir í garð dómara. Gaman getur verið að fylgjast með töktum þessara þjálfara þegar þeir eru spurðir um frammistöðu dómaranna og segja eldrauðir af reiði: -Ég ætla nú ekki að tjá mig um frammistöðu dómarans í þessum leik... ...þá lendi ég bara í veseni! - Sem á mannamáli þýðir að dómarinn hafi verið ömurlegur og er jafnvel slæmur maður á flestan hátt.

Kannski ættu þessir kappar að líta í eigin barm þegar þeir eru beðnir um skýringar á slæmu gengi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir