Eitthvað fyrir alla á HM

Það er slatti af fótbolta í sjónvörpum landsmanna og ekki sér Herra Hundfúll annað en að allir gláparar ættu að geta verið sáttir við sitt. Tónlistarunnendur fá blásturstónleika í beinni (að vísu nokkuð eintóna), þeir sem eru gefnir fyrir dramatík og njósnaþætti geta fylgst með prímadonnunum í franska landsliðinu, handboltaáhugamenn gætu lært margt af Fabiano hinum brasilíska og þeir sem eru fyrir grínið horfa vitaskuld á ensku klaufabárðana en þar eru sannarlega einhverjir fremstu grínarar heims á ferðinni. -Hvað er fólk svo að kvarta yfir dagskránni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir