Ekkert ljós í myrkrinu?

Herra Hundfúll er ekki hrifinn af myrkrinu. Hann hefur heyrt því fleygt að í stóru kreppunni á síðustu öld hafi bæjarbúar skotist milli húsa í myrkrinu lamaðir af myrkfælni. Nú í vikunni hefur verið dimmt á kvöldin á Króknum, enda þungt yfir og rigning, en í götunni sem Hundfúll býr í og í næsta nágrenni hafa ekki verið ljós á ljósastaurunum. Hvort það þykir við hæfi hjá sveitarfélaginu og Rarik í núverandi kreppu að hverfa til myrkurs stóru kreppunnar skal ósagt látið en það er hálf undarlegt að ekki sé haft ljós á ljósastaurunum þegar kvöldin eru orðin svört af myrkri. En kannski er þetta sparnaðarráð í kreppunni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir