Fótboltanöldur

Nú hafa Tindastólsmenn lokið leikjum sínum í C-riðli 3. deildar og ljóst að liðið endar í fyrsta eða öðru sæti riðilsins. Vanalega er það þannig að síðustu leikir liðanna í deild eru spilaðir sama dag svo eitt lið hafi ekki ávinnig af stöðu sinni, eins og til dæmis lið KB hefur núna gagnvart Stólunum.

Þegar Stólarnir hafa lokið keppni á lið KB eftir að spila tvo leiki og þeir vita að til þess að ná toppsæti riðilsins, og þar með að líkindum hagstæðari andstæðingi í úrslitakeppni 3. deildar, þurfa þeir að sigra í báðum leikjum og ná að skora sex mörkum meira en andstæðingar sínir. Þetta finnst Herra Hundfúlum óréttlátt. - En til þess að komast upp úr 3. deild þurfa Stólarnir að geta sigrað alla andstæðinga sína og því kannski betra að bíta á jaxlinn en vera ekki að væla þetta...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir