Fótboltaþunglyndi

Herra Hundfúll er draugfúll þessa dagana - enda þjakaður af fótboltaþunglyndi. Ekki nóg með að Nallarnir hafi á dögunum tapað fyrir litla liðinu frá Manchester heldur endurtók stóra liðið frá sömu borg leikinn hálfum mánuði síðar og vann algjörlega óverðskuldað (rétt eins og litla liðið). Það vill þó Hundfúlum til happs að nokkur huggun kom úr óvæntri átt - Tindastóll sigraði Magna. Jú-hú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir