George just lucky I guess?

Herra Hundfúll er á því að forsetinn sé stundum svolítið seinheppinn og þá ekki bara á hestbaki. Nú skaust hann virðulegur til Nújorks þar sem hann tjáir Bloomberg-sjónvarpsstöðinni að íslensku bankarnir hafi ekki brotið neinar reglur. Daginn eftir er forsíðufrétt Moggans eitthvað á þann veginn að Fjármálaeftirlitið rannsakar hvort bankarnir þrír hafi allir stundað markaðsmisnotkun og kerfisbundið haft áhrif á verð hlutabréfa. Doh! -En þetta gæti auðvitað verið Dabbi að stríða Ólafi. Er hann ekki annars orðinn ritstjóri Moggans?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir