Já, nú er fjör!

Það er akki alltaf sem Hr. Hundfúll er kátur og hress. Í dag gleðst hann þó yfir frábæru gengi Tindastólsmanna í körfunni en þegar þetta er skrifað er ljóst að lið Tindastóls mun spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn nú í vor.

Hverjum hefði nú dottið það í hug fyrir tveimur árum þegar liðið féll í 1. deidl? En upprisan hefur verið frábært ferðalag og í vetur hafa stuðningsmenn Stólanna verið að rifna úr stolti og full ástæða til. Liðið hefur spilað flottan körfubolta og er skipað flottri blöndu reyndra og ungra leikmanna. Nú er bara að keyra áfram á jákvæðninni og gleðinni sem hefur einkennt körfuboltann á Króknum í vetur – bæði á vellinum og í stúkunni. Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir