Lygamælir?

Það haustar. Í morgun sýndi hitamælirinn í bíl Herra Hundfúls 0 gráður. Ekki þurfti hann þó að skafa rúðurnar sem mögulega hefði alveg farið með daginn. Þegar hann fór úr vinnu fyrir hádegi sýndi mælirinn 18 gráður en þegar hann kom heim til sín var hitinn 9 gráður.

Kannski er þetta ekki hitamælir sem er í bílnum heldur lygamælir? Eða er mælirinn kannski bara fullur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir