Nú er fokið í skjólin flest

Herra Hundfúll, sem jafnan er erfitt að gleðja, er óskaplega ánægður með að Feykir skuli uppfylla þarfir hans varðandi slúður um fína og fræga fólkið í útlöndum. Um það má lesa í Gagnslausa horninu.

Af þessu tilefni klambraði Hundfúll saman tveimur vísustubbum sem vonandi misbjóða brageyrum bögugerðarmanna og -kvenna.

Nú er fokið í skjólin flest!
Í Feyki var þetta kornið
sem mælirinn góða fyllti mest.
Ég meina Gagnslausa hornið.

Um Hollywood leppa og lúða
les ég í horninu og sé
Schwarzenegger og sílikonpúða
Sharonar Osborne - óje.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir