Ó, gleðilegt nýtt ár!
Herra Hundfúlum líst bara eiginlega ekkert á byrjun nýs árs. Það að flestir skylduáskrifendur RÚV séu bara ansi sáttir við Áramótaskaupið er auðvitað viss skellur. Um hvað á fólk nú að rífast? En Gísli Marteinn ætti að öllu jöfnu að poppa upp á skjáinn fyrr en varir og þá getum við fúlmennin tekið gleði okkar á ný. Ó, gleðilegt nýtt ár!
Fleiri fréttir
-
Notar þú gælunafn yfir bílinn þinn?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, SiggaSiggaSigga 02.10.2023 kl. 13.37 siggag@nyprent.isGráni gamli, þruman og kagginn eru algeng gælunöfn á bílum og er þetta ótrúlega skemmtileg hefð sem ég hef fallið fyrir. Ég hef yfirleitt notað bílategundina til að nefna bílana mína eins og t.d Yarrinn (Yaris) og Rollan (Corolla). Þannig að ef þú ert ekki nú þegar búin/n að gefa bílnum þínum gælunafn þá er um að gera að gera það í dag því það er alþjóðlegi gefðu bílnum þínum nafn í dag. En hvað segja lesendur Feykis, þeir sem eru löng búnir að skíra bílana sína skemmtilegum nöfnun, hvað heita þeir?Meira -
Tindastólshópurinn farinn til Eistlands
Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.Meira -
Unnið að tengingum nýs dælubúnaðar í dælustöð Steinsstöðum á morgun, þriðjudaginn 3. okt.
"Á morgun, þriðjudaginn 3 okt., verður unnið að tengingum í dælustöðinni á Steinsstöðum. Vegna þess mun verða heitavatnslaust hjá notendum Steinsstaðaveitu frá kl. 9 að morgni og fram eftir degi. Um er að ræða Steinsstaðahverfið og nokkra bæi þar framan við. Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda." segir á vef skv.is.Meira -
Bændafundir Líflands
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir 02.10.2023 kl. 09.45 gunnhildur@feykir.isDagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00.Meira -
Matarþjónusta í dreifbýli
Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar má finna augýsingu þar sem félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.