Ófærð milli tannanna á fólki

Herra Hundfúll er lítt stoltur af þeirri þjóðaríþrótt Íslendinga að nöldra. Nú eru til dæmis allir með Ófærð milli tannanna en fólk virðist skiptast í tvær fylkingar eins og oft vill verða.

Margir lifa sig inn í atburðarásina og eru orðnir verulega áhugasamir um hver morðinginn reynist vera í þorpinu sem Sigló og Seyðisfjörður leika.

Aðrir geta ekki beðið eftir að verða fyrstir til að finna eitthvað til að svekkja sig yfir í þáttunum og hlaupa með það á Facebook við fyrsta tækifæri. Leik leikaranna, vonlaust handrit, endalaust vont veður, getuleysi lögreglunnar, holur í plottinu, staðreyndavillur, aumingjaskap í Vegagerðinni að moka ekki heiðina o.s.fr. Meira að segja bezzerwizzarar í 101 eru orðnir að sérfræðingum á samfélagsmiðlum í mokstri heiða.

Það er eins og fólk haldi að það sé eitthvað sérlega gáfað og snjallt ef það getur tínt til einhverja hluti sem eru að þeirra mati ekki eins og þeir eiga að vera. Allir virðast þó bíða spenntir eftir næsta þætti – hver á sínum forsendum. Er það ekki merki um gott sjónvarpsefni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir