Skemmtileg eða leiðinleg vangavelta?
Herra Hundfúll var að velta því fyrir sér hvort leiðinlegu fólki fyndist það sjálft vera skemmtilegt. Og þá líka hvort skemmtilegu fólki fyndist það sjálft vera leiðinlegt. En sennilega er þetta ekki svona einfalt?
Fleiri fréttir
-
Blessuð sértu sveitin mín | Gísli og Þuríður kíktu á tónleika í Miðgarði
Hann var þétt setinn salurinn í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 24. október. Þar komu fram á tónleikum Óskar Pétursson, Karlakórinn Heimir og sönghópur frá eða tengdur Álftagerði. Margar perlur voru fluttar sem féllu áheyrendum greinilega vel í geð.Meira -
Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ
Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið.Meira -
Fagþing hrossaræktarinnar í Hafnarfirði á föstudag
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 06.11.2025 kl. 10.15 oli@feykir.isFagþing hrossaræktarinnar fer fram föstudaginn 7. nóvember klukkan 13 í Reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Feykis er fagþingið fundur deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands en allir tengdir hrossarækt eru velkomnir. Á fundinum gefst tækifæri til að hafa áhrif á starfið í deildinni og koma að stefnumótun í málefnum hrossaræktarinnar.Meira -
Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 06.11.2025 kl. 08.55 oli@feykir.isVegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.Meira -
Vilja neita Orkusölunni um rannsóknarleyfi
Í frétt á Húnahorninu segir að umhverfisnefnd Húnabyggðar leggi til að beiðni Orkusölunnar um rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár verði hafnað. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá því á mánudag en þá tók hún til umsagnar erindi frá Umhverfis- og orkustofnun um umsókn Orkusölunnar um rannsóknarleyfið.Meira
