Skorað í hálfleik...?
Herra Hundfúll furðaði sig örlítið á fótboltafrétt á Mbl.is. Þar sagði m.a. í frétt af sigri Barcelona á Real Madrid: „Þetta urðu ekki einu mörk fyrri hálfleiks, en Mateo Kovacic minnkaði muninn fyrir Real Madrid á 14. mínútu og Marco Asensio bætti öðru marki við á 36. mínútu. Liðin héldu því inn í klefa þegar staðan var 2:2. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Gerard Pique þriðja mark Börsunga og jafnframt síðasta mark leiksins, lokatölur 3:2, Barcelona í vil.“ Miðað við að hálfleikur í fótboltaleik er yfirleitt um 15 mínútur þá er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem mark er skorað í hálfleik.