3. flokkur kvenna vann stórsigur á Siglfirðingum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.07.2011
kl. 08.57
3. flokkur kvenna tók á móti Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar á þriðjudagskvöldið. Siglfirðingar hafa löngum verið okkar stelpum erfiðar en það hefur breyst og stelpurnar unnu stórsigur 7 – 0
Ólína Sif Einarsdóttir skoraði 5 af mörkum Tindastóls, Bríet Guðmundsdóttir og Bryndís Rún Baldursdóttir skoruðu einnig. Allt liðið spilaði vel og mjög gaman að horfa á stelpurnar sem skipa mjög góða liðsheild.