Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

Arnar Björnsson, Íþróttamaður Skagafjarðar 2023, og Gunnar Þór Gestsson, formaður UMSS. MYNDIR AÐSENDAR
Arnar Björnsson, Íþróttamaður Skagafjarðar 2023, og Gunnar Þór Gestsson, formaður UMSS. MYNDIR AÐSENDAR

Í gærkvöldi fór fram mikil og góð hátíðarsamkoma í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Skagafjarðar 2023 sem og þjálfara og lið ársins. Það þarf sjálfsagt ekki að koma nokkrum á óvart að meistaralið Tindastóls náði fullu húsi í valinu; Arnar Björnsson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, Pavel Ermolinski þjálfari ársins og Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik lið ársins.

Það eru Ungmennasamband Skagafjarðar og sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að kjörinu. Boðið var upp á veitingar og Sæþór Már Hinriksson sá um að allir væru syngjandi kátir. Gunnar Þór Gestsson, formaður UMSS, hafði veg og vanda að afhendingu verðlauna.

Fimm voru tilnefndir sem íþróttamenn Skagafjarðar; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Daníel Gunnarsson hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í Umf. Tindastól, Murielle Tiernanknattspyrnumaður í Umf. Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleiksmaður í Umf. Tindastól. Arnar var að auki valinn Íþróttamaður Tindastóls.

Auk Pavels voru Annika Líf Maríudóttir Noack (júdódeild Tindastóls), Atli Freyr Rafnsson (Golfklúbbi Skagafjarðar), Halldór Jón Sigurðsson (knattspyrnudeild Tindastóls) og Sigurður Arnar Björnsson (frjálsíþróttadeild Tindastóls) tilnefnd sem þjálfarar ársins.

Þá voru kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar og kvennalið Tindastóls í knattspyrnu tilnefnd sem lið ársins ásamt körfuboltaliði karla hjá Tindastóli. Það voru þeir Pétur Rúnar, Drungilas, Helgi Rafn og Arnar Björns sem tóku við verðlaununum fyrir hönd meistaraliðsins.

Hvatningarverðlaun UMSS árið 2023 hlutu eftirtaldir aðilar:
Alexander Leó Sigurjónsson Hestamannafélagið Skagfirðingur
Axel Arnarsson Umf. Tindastóll körfuknattleiksdeild
Álfrún Anja Jónsdóttir Umf. Tindastóll frjálsíþróttadeild
Dagbjört Sísí Einarsdóttir Golfklúbbur Skagafjarðar
Dagmar Helga Helgadóttir Umf. Neisti
Emma Katrín Helgadóttir Umf. Tindastóll badmintondeild
Freyr Hugi Herbergsson Umf. Tindastóll júdódeild
Gígja Rós Bjarnadóttir Golfklúbbur Skagafjarðar
Halldór Stefánsson Smári og Umf. Tindastóll frjálsíþróttadeild
Hjördís Halla Þórarinsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
Ivan Tsvetomirov Tsonev Umf. Tindastóll knattspyrnudeild
Ísak Hrafn Jóhannsson Ungmennafélagið Tindastóll skíðadeild
Jóhanna María Grétarsdóttir Noack Umf. Tindastóll Júdódeild
Klara Sólveig Björgvinsdóttir Umf. Tindastóll körfuknattleiksdeild
Rakel Sonja Ámundadóttir Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir Umf. Tindastóll knattspyrnudeild
Tómas Bjarki Guðmundsson Golfklúbbur Skagafjarðar
Una Karen Guðmundsdóttir Golfklúbbur Skagafjarðar

Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru á hátíðarsamkomunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir