Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

Arnór Guðjónsson hefur söðlað um og mun leika með Kormáki Hvöt í sumar en síðustu tvö tímabil lék hann með Tindastól.
Arnór Guðjónsson hefur söðlað um og mun leika með Kormáki Hvöt í sumar en síðustu tvö tímabil lék hann með Tindastól.

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.

Í tilkynningunni segir að skagfirski Húnvetningurinn Arnór Guðjónsson hafir söðlað um og njóti nú útsýnisins vestan megin Þverárfjalls. Arnór spilaði með Kormáki Hvöt sumrin 2018 og 2019 og tekur nú slaginn á ný með Húnvetningum í 3. deildinni.

„Arnór er miðjumaður með næmt auga fyrir spili og fellur því vel inn í hópinn, enda nóg um næm augu í leikmannahópnum. Hjartanlega velkominn í bleikt Arnór!“ segir í skeyti Húnvetninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir