Birgitta og Elísa æfa með U16

Elísa og Birgitta – alltaf í boltanum! MYND AF SÍÐU TINDASTÓLS
Elísa og Birgitta – alltaf í boltanum! MYND AF SÍÐU TINDASTÓLS

Skagastrandarstöllurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríel Björnsdóttir, sem brilleruðu á fótboltavellinum í sumar, hafa verið valdar til æfinga með U-16 landsliði Íslands.

Í tilkynningu á Facebook-síðu stuðningsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls segir að Þórður Þórðarson, landslisþjálfari U-16 kvenna, hafi boðað Birgittu og Elísu í 26 mann æfingahóp sem kemur saman 8.-10. janúar. „Þær eru báðar gríðarlega efnilegar og hafa verið að spila með meistaraflokki Tindastóls seinasta tímabil, Birgitta skoraði mark Tindastóls eftir undirbúning frá Elísu á laugardag í leik við Þór/KA 2 í Kjarnafæðimótinu. Frábærar fréttir fyrir okkur að vera með leikmenn á landsliðsæfingum,“ segir í tilkynningunni.

Í færslunni er hnikkt á því að yngri landslið Íslands hafa aldrei verið eins sterk og á þessu ári og mörg hver að komast í lokakeppnir.

Kjarnafæðismótið komið í gang

Samkvæmt upplýsingum Feykis spilaði kvennalið Tindastóls við Þór/KA um helgina og mátti þola 6-1 tap. Lið Tindastóls var ágætlega skipað þó að sjálfsögðu hafi engir erlendir leikmenn verið mættir til leiks. Ef Feykir skilur rétt þá var Magga í markinu, María, Hulda, Bryndís, Lara og Katla í vörninnil, Elísa, Krista og Hugrún á miðjunni og Aldís og Birgitta frammi – en þetta gæti auðvitað verið kolrangt. Á bekknum sátu Lilla, Emelía Björk og Saga Ísey. Þá lék karlaliðið sinn fyrsta leik á æfingatímabilinu sl. föstudag og tapaði 5-0 fyrir KA en í þessu móti sameina Kormákur/Hvöt og Tindastóll krafta sína og spila undir sama hatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir