Bjarki Már þjálfar Kormák/Hvöt

Lee Ann Bjarki og Hámundur Örn handsala samninginn við þjálfarann. Mynd:FB knattspd. Hvatar.
Lee Ann Bjarki og Hámundur Örn handsala samninginn við þjálfarann. Mynd:FB knattspd. Hvatar.

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu en hann er margreyndur varnarjaxl með Tindastóli en einnig sem þjálfari.

Kormákur og Hvöt hafa teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla síðustu ár og verður svo áfram. Á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Hvatar segir að Hámundur Örn og Hörður Gylfason, sem hafa stjórnað liðinu síðustu árin, munu vera Bjarka innan handar.

Við undirritun á samningi í gær sagði Bjarki ,,Ég er virkilega stoltur og ánægður með að fá þetta tækifæri á að þjálfa Kormák/Hvöt. Ég er sannfærður um það að ef allir í klúbbnum leggjast á eitt þá getur sumarið orðið mjög flott í alla staði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir