Elísa Bríet og Saga Ísey boðaðar á U-16 landsliðsæfingar 6.-8. nóvember

Elísa og Saga. Ljósmyndari: Sigurður Ingi Pálsson.
Elísa og Saga. Ljósmyndari: Sigurður Ingi Pálsson.
Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-16 kvenna hefur boðað Elísu Bríeti Björnsdóttur og Sögu Ísey Þorsteinsdóttur til æfinga með U-16 landsliðshópnum sem fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsinu í Garðabæ, dagana 6.- 8. nóvember. 
 
Elísa er gríðarlega efnilegur miðjumaður sem býr yfir ótrúlegri tækni og spyrnugetu. Elísa er með gott auga fyrir að skora mörk og að leggja upp mörk fyrir samherja sína. Elísa skorðaði 32 mörk í 28 leikjum hjá 2. og 3.fl. í sumar, auk þess kom hún við sögu í níu leikjum hjá meistaraflokki kvenna í Bestu deildinni.
 
Saga Ísey er afar efnilegur markaskorari og býr yfir frábærum leikskilningi og vinnusemi sem gerir hana hættulega fyrir andstæðingana. Saga var öflug í sumar í markaskorun fyrir bæði 2. og 3.fl. en hún skoraði 29 mörk í 31 leik.
 
Elísa og Saga eru báðar fæddar 2008 og því ennþá á 3.fl. aldri. Þetta eru frábærar fréttir fyrir fótboltann á Norðurlandi vestra og samstarfið á milli liða á þessu svæði og sýnir að héðan geta komið gæða leikmenn.
Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir