Elvira Dragemark þjálfar júdó í Skagafirði

Elvira Dragemark nýtur þess að vera í Skagafirði og vonast til að geta unnið að framþróun júdóíþróttarinnar á svæðinu. Aðsend mynd.
Elvira Dragemark nýtur þess að vera í Skagafirði og vonast til að geta unnið að framþróun júdóíþróttarinnar á svæðinu. Aðsend mynd.

Júdódeild Tindastóls tilkynnir með ánægju að hafa fengið mjög reyndan júdóþjálfara til starfa, Elviru Dragemark frá Svíþjóð, og bætist hún við þjálfarateymið. Hún kom í byrjun janúar til landsins og verður á Sauðárkróki út maí.
Elvira er 28 ára gömul og hefur þegar 3. Dan gráðu í júdó og er að fara að taka 4. Dan í haust. Hún er með Bachelor í íþróttafræði og er núna í háskóla þar sem hún lærir meira um íþróttafræði með áherslu á júdó og stefnir á að klára það með doktorsgráðu. Auk þess að þjálfa á Sauðárkróki og á Hofsósi hjálpar hún júdódeildinni að bæta stöðu og tryggja farsæla framtíð fyrir júdó í Skagafirði og þjálfa hinn júdóþjálfara deildarinnar.

Af hverju Ísland?
Annika, þjálfari júdódeildarinnar og meðlimur í stjórn, hafði samband við júdófólk í Svíþjóð sem hefur komið í heimsókn í Skagafjörð. Þau höfðu svo samband við mig og sögðu að júdódeildin væri að leita að þjálfara. Ég sagði bara já þegar ég frétti af þessu spennandi verkefni. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast nýju landi og þjóð og bæta júdó.

Hvernig finnst þér ganga?
Ég nýt þess að vera hér. Fólk er mjög gott við mig og er þessi staður einstaklega fallegur.

Hvað kom þér mest á óvart?
Ég er mest hissa á mismunandi hefðum og áherslum milli Svíþjóðar og Íslands. Ég hefði haldið að það væri ekki svo mikill munur á milli Norðurlandaþjóða.

Hvað markmið hefur þú sett þér fyrir dvöl þína?
Ég vona að ég geti veitt þjálfurum stuðning og hjálpað deildinni í að ná markmiðum sínum. Við viljum tryggja að júdó verði á svæðinu um ókomna framtíð.

Hvernig gengur með íslenskuna?
Ég er ekki mjög góð í að læra ný tungumál þannig að það gengur hægt að læra íslensku. Börnin hér eru mjög góð í ensku og hefur gengið vel að tala saman.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í júdó?
Þegar ég er ekki að vinna með júdó hér á svæðinu þá er ég að læra fyrir háskólann, vinna júdóverkefni í Svíþjóð og fer á Akureyri til að æfa júdó. Þegar ég geri eitthvað sem er alls ekki tengt júdó þá hef ég farið á skíði, notið náttúrunnar og kynnst landi og þjóð.

Hvernig finnst þér þorramatur?
Ég hef smakkað þorramat hjá fjölskyldunni sem ég bý hjá. Mér fannst gaman að smakka þennan sérstaka mat en þetta er ekki fyrir mig. Fjölskyldunni fannst gaman að horfa á mig smakka og hvernig ég brást við þegar ég smakkaði t.d. hákarl.
/Annika Noack

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir