Góður árangur hjá Skagfirðingum í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli um síðustu helgi 15-16 júní. Alls voru 212 keppendur skráðir til leiks frá 25 félögum og samböndum. Fimm Skagfirðingar tóku þátt og unnu þau öll til verðlauna, alls voru það þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun.

Góður árangur náðist á meistaramóti Íslands þegar fimm Skagfirðingar kepptu á Selfossvelli í frjálsum. Keppnin var æsispennandi, enda margt af besta frjálsíþróttafólki landsins í þessum aldursflokkum.

Árangur Skagfirðinganna koma hér fyrir neðan

Andrea Maya Chirikadzi 16-17 ára:

2. sæti í kúluvarpi (3 kg): 11,70m (pm).

3. sæti i kringlukasti (1 kg): 24,52m.

Þá varð hún einnig í 5. sæti í spjótkasti og 6. sæti í sleggjukasti.

Stefanía Hermannsdóttir 16-17 ára:

2. sæti í kringlukasti (1 kg): 25,62m (pm).

Hún varð einnig í 4. sæti í spjótkasti.

Rúnar Ingi Stefánsson 20-22 ára:

2. sæti í kúluvarpi (7,26 kg): 11,27m (pm).

Hann varð einnig í 4. sæti í spjótkasti.

Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 20-22 ára:

3. sæti í kúluvarpi (4 kg): 10,13m.

3. sæti í spjótkasti (0,6kg): 23,42m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson 20-22 ára:

3. sæti í 200m hlaupi: 22,87sek.

Hann varð einnig í 4. sæti í 100m hlaupi.

Við óskum þeim innilega til hamingju með áranginn.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir