fimmti sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Eins og sjá má var mikil barátta í leiknum. Ljósmynd: Sigurður Ingi Pálsson.
Eins og sjá má var mikil barátta í leiknum. Ljósmynd: Sigurður Ingi Pálsson.

Á laugardaginn spilaði mfl. kvenna á móti Aþenu í hörkuleik í Síkinu og enduðu leikar með því að Stólastúlkur unnu leikinn 63-57. Í leiknum skoraði Ify 21 stig, Emese setti niður 18 stig, Adriana var með 12 stig, Anika, Rannveig og Eva skoruðu svo allar 4 stig.

Þetta er fimmti sigurinn í röð hjá stelpunum sem sitja núna í 3. sæti í 1. deildinni en eiga einn leik til góða þar sem bæði KR, sem situr í fyrsta sæti, og Ármann, sem er í öðru sæti, eru búin að spila átta leiki en Tindastóll einungis sjö. Næsti leikur Tindastóls er á móti KR í Síkinu föstudaginn 1. desember. Þetta verður án efna hörkuleikur og þurfa þær á Tindastólsáhorfendum að halda og er markmiðið að fylla stúkuna í Síkinu á þessum leik. Koma svo styðjum þær til sigurs á föstudaginn.

ÁFRAM TINDASTÓLL

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir