Fjórða braut handmokuð

Líkt og túnin koma íþróttavellir misjafnlega undan snjóþunganum vetri. Á huni.is kemur fram að farið sé að glitta í golfsumarið á Blönduósi og Vatnahverfisvöllur komi þokkalega undan vetri fyrir utan fjórðu brautina sem er þakin snjó og flötin á kafi.

Nokkrir bjartsýnir félagar í Golfklúbbnum Ós tóku sér skóflu í hönd og hugðust létta aðeins á snjónum á fjórðu flöt. Eins og meðfylgjani mynd sýnir er af nógu að taka en moksturinn hjálpar til og flýtir fyrir bráðnuninni á flötinni. Síðan er bara að slá yfir snjóskaflinn inn á flötina þangað til hann hverfur einhverntíma í sumar.

Fyrsta punktamót sumarsins á að halda þann 23. maí og verður spennandi að sjá hvernig brautin og flötin líta út þá.

Meðfylgjandi mynd er af vefnum huni.is.

Fleiri fréttir