Formlegar æfingar GSS falla niður

Viðbrögð Golfklúbbs Skagafjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar æfingar niður á meðan samkomubann varir.

Tímar eldri kylfingar falla niður, en þeir áttu að vera á Flötinni á mánudögum kl 10 – 12.

Inniaðstaðan er opin félagsmönnum en fara skal að fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og hegðun í samkomubanni. Félagsmenn æfa á eigin ábyrgð.

Skemmtikvöldi og kynningu á Golfbox er frestað um óákveðinn tíma.

Æfingar barna og unglinga falla niður á meðan samkomubann varir, sbr. tilkynningu frá barna- og unglinganefnd GSS.

„Við fylgjumst áfram með tilkynningum frá Almannavörnum, sóttvarnalækni og landlæknisembættinu og látum ykkur vita ef við sjáum fram á að geta hafið æfingar að nýju,“ segir á heimasíðu Golfklúbbs Skagafjarðar.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir