Frábær árangur um helgina

Stelpurnar í Tindastól að spjalla við stelpur úr Grindavík.
MYND: HELGI FREYR MARGEIRSSON.
Stelpurnar í Tindastól að spjalla við stelpur úr Grindavík. MYND: HELGI FREYR MARGEIRSSON.

Um sl. helgi fóru fram í Reykjavík fjölliðamót fyrir krakka fædda 2012 (MB11) og sendi Tindastóll eitt stelpulið sem spilaði í Valsheimilinu og tvö strákalið sem spiluðu í Grafarvoginum í bæði Rimaskóla og Dalhúsi. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Þar náðu þær að vinna þrjá leiki af fimm og enduðu í 2. sæti í riðlinum. Fyrir mótið voru tvö lið skráð til leiks en eitthvað fækkaði í hópnum vegna veikinda þegar kom að mótinu en þá komu stelpurnar úr Val til hjálpar og var spilað með blandað lið frá Tindastól og Val sem b-lið. Stelpurnar hafa bætt sig mjög mikið, bæði sem einstaklingar og sem lið, og eru að uppskera eftir því. Flottar stelpur þarna á ferðinni.

Strákarnir í liði eitt duttu niður í B-riðil eftir síðasta fjölliðamót og ætluðu sér aftur upp í A-riðil eftir þetta mót og komu mjög ákveðnir til leiks. Þeir sýndu það á þessu móti að þeir eiga ekkert erindi í B-riðlinum og unnu alla sína leiki mjög sannfærandi. Þeir spila þar af leiðandi í A-riðli á næsta móti sem verður haldið í byrjun febrúar. Lið tvö var í D-riðli og spilaði fjóra leiki þar sem þeir unnu tvo og töpuðu tveim. Frábær frammistaða hjá strákunum og gaman að sjá framfarirnar á milli móta, frábær liðsheild hjá þessum hópi. 

 

   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir