Góður sigur gegn Völsungi

Laufey Harpa var á skotskónum í gær. MYND: ÓAB
Laufey Harpa var á skotskónum í gær. MYND: ÓAB

Lið Tindastóls og Völsungs mættust í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur reyndust talsvert sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleik og lokatölur því 4-0.

Það voru þær Laufey Harpa og Jackie Altschuld sem gerðu mörk Tindastóls í fyrri hálfleik og Jackie bætti við öðru marki í síðari hálfleik og þá var það loks Anna Margrét Hörpudóttir sem setti glassúrinn á kökuna með fjórða og síðasta markinu. Stelpurnar hafa spilað tvo leiki á mótinu og unnið báða.

Í síðustu viku sagði Feykir frá því að FH-ingurinn Eva Núra hefði verið til skoðunar hjá liði Tindastóls. Hún ákvað hins vegar að skrifa undir hjá liði Selfoss sem sömuleiðis spilar í Pepsi Max deildinni. Þannig að áfram heldur leit að leikmönnum til að styrkja liðið í komandi átökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir