Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Ljósmyndir: Hjalti Vignir Sævaldsson.
Ljósmyndir: Hjalti Vignir Sævaldsson.

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.

Nú sitja þeir í fimmta sæti eftir þrettán leiki með tólf stig, sex sigra og sjö töp. Næsti leikur er þann 19. mars í Origo höllinni á móti Val en þeir sitja í því sjöunda með þrjá sigra og ellefu töp. 

Til hamingju strákar með góðan sigur. 

Áfram Tindastóll

/Hjalti Vignir Sævaldsson, Sigga Garðars 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir