Guðlaug Rún í U-16 ára landsliðið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.03.2013
kl. 09.33
Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir í Tindastól hefur verið valin í U-16 ára landslið stúlkna í körfubolta sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Solna í Sviþjóð í maí nk.
Á Tindastóll.is segir að Tómas Holton sé þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Lárus Jónsson þjálfari Hamars. Alls eru það 12 leikmenn sem voru valdir í hópinn.