Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Gwen og Bergkjót Ásta. MYND: DAVÍÐ MÁR
Gwen og Bergkjót Ásta. MYND: DAVÍÐ MÁR

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.

„Gwen kom til liðsins fyrir síðasta tímabil beint úr háskólaboltanum og stimplaði sig rækilega inní íslenska boltann á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni en Gwen small inn í vörnina við hliðina á Bryrndísi fyrirliða og steig ekki mörg feilsporin.

Bergljót Ásta Pétursdóttir hefur einnig endurnýjað samning sinn við Tindastól út árið 2024. Bergljót Ásta hefur spilað 87 leiki og skorað eitt mark í búningi Tindastóls – og þvílíkt mark!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir