Haukur tekur við meistarflokki karla hjá Tindastóli

Haukur, Maggi Helga og Konni. MYND AF VEF TINDASTÓLS
Haukur, Maggi Helga og Konni. MYND AF VEF TINDASTÓLS

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistaraflokks karla en frá þessu er greint á heimasíðu Umf. Tindastóls. Hauki til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson, fyrirliði mf. karla, sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3.deildinni í sumar.

Haukur, sem er fæddur árið 1981, hefur lengi verið viðloðandi meistaraflokk Tindastóls og raunar lykilleikmaður upp alla yngri flokka og því glerharður Tindastólsmaður. Hann lagði skóna á hilluna sumarið 2012 en samkvæmt vef KSÍ spilaði hann 87 meistaraflokksleiki á ferlinum, þá fyrstu sumarið 2001 í 1. deild karla. Hann spilaði eitt sumar með Hvöt á Blönduósi en síðasta leik ferilsins spilaði Haukur með liði Drangeyjar. Í þessum 87 leikjum skoraði hann 19 mörk.

Konni hefur verið fastamaður í liði Tindastóls síðan sumarið 2013i en hann spilað með liði Drangeyjar sumarið 2012. Konni hefur spilað 141leik í meistaraflokki og skorað 19 mörk líkt og Haukur – þrjú þeirra fyrir lið Drangeyjar.

Þeir félagar, Haukur og Konni, taka við taumunum af Jamie McDonough sem stýrði liði Tindastóls í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir