Jóhann kjörinn Íþróttamaður USVH
Jóhann Magnússon, knapi í Hestamannafélaginu Þyt, hefur verið kjörinn Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga 2020. Í frétt á vef USVH segir að Jóhann hafi náð góðum árangri í keppnum árið 2020. Hann er í liði í Meistaradeildinni og þess má geta að í sumar keppti hann í mótaröðinni Skeiðleikar, þar sem fljótustu skeiðhestar landsins etja kappi.
Jóhann var tilnefndur sem skeiðknapi ársins af Landssambandi hestamannafélaga.
Í öðru sæti í valinu varð Helga Una Björnsdóttir, hestaíþróttakona, en í þriðja sæti hafnaði Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona.