Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Mynd tekin af Facebook-síðu KKI
Mynd tekin af Facebook-síðu KKI
Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
 

VÍS BIKAR KARLA
Alls eru 25 lið skráð til leiks og því var dregið í níu viðureignir. Leikið verður dagana 22.-23. október (sunnudagur/mánudagur).

KR b – Ármann
Fjölnir – ÍA
Skallagrímur – Álftanes
Stjarnan – Þór Þ.
Þór Ak. – Haukar
ÍR - Tindastóll
Vestri – Valur
Snæfell – Höttur
Njarðvík – Keflavík

Breiðablik, Grindavík, Hamar, KR, KV, Selfoss og Þróttur V. sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.

VÍS BIKAR KVENNA
Alls eru 17 lið skráð til leiks og því var dregið í eina viðureign. Leika verður dagana 21.-22. október (laugardagur/sunnudagur).

KR – Njarðvík

Ármann, Aþena, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir