Króksamót á Króknum sl. laugardag

Stelpurnar í 3.-4. bekk ásamt Klöru þjálfara. Myndir sg.
Stelpurnar í 3.-4. bekk ásamt Klöru þjálfara. Myndir sg.

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu sl. laugardag og var þetta í tólfta skiptið sem mótið var haldið. Þátttakendur voru um 170 á aldrinum 6 - 11 ára og komu frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Kormáki frá Hvammstanga/Hvöt frá Blöndósi/Fram frá Skagaströnd og svo að sjálfsögðu frá Tindastóli. Mikil spenna var í loftinu þegar fyrstu leikirnir fóru af stað og svar spilað frá kl. 10 um morguninn til að verða 19 um kvöldið. Þarna voru margir krakkar á sínu fyrsta körfuboltamóti en spilað var 2x10 mínútur og 1x10 mínútur hjá þeim yngstu, 6 - 7 ára.

Allir þátttakendur fengu pizzasnúð frá Sauðárkróksbakaríi, safa frá Ölgerðinni og 1238 gaf öllum gjafabréf fyrir einn á sýninguna hjá sér. Þá er FISK Seafood aðalstyrktaraðili mótsins. Þessum fyrirtækjum ber að þakka kærlega fyrir þeirra stuðning við mótið.

Stjórn barna- og unglingaráðsins vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna ásamt því að senda innilegar þakkir til allra sem hjálpuðu til við að manna vaktir og öllum dómurunum og þjálfurum fyrir frábært samstarf. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Á Facebook-síðu Unglingaráðsins má skoða liðsmyndir sem teknar voru á staðnum af Sigurði Inga Pálssyni ljósmyndara. 

Sjáumst á næsta Króksamóti! Áfram Tindastóll! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir