Króksmóti Tindastóls 2021 frestað

Í ljósi nýrra samkomutakmarkanna sem miða við 200 manns þá hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa Króksmóti Tindastóls 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem mótstjórn mótsins setti fram á Fésbókarsíðu sína þann 24. júlí sl.

"Mótsstjórn hefur rætt ýmsar hugmyndir um útfærslur og tilfærslur en ljóst er að þátttakendur mótsins eru ungir og óvarðir gegn þeim faraldri sem við stöndum frammi fyrir og velverð barnanna í fyrirrúmi í okkar ákvörðun," segir í tilkynningunni.

Þátttökugjöld verða endurgreidd og eru forsvarsmenn félaganna beðnir um að hafa samband á netfangið mot.tindastoll@gmail.com. Endurgreiðsluferlið gæti tekið nokkra daga og er óskað eftir biðlund á meðan unnið er úr því.

ATH! Greiðslur verða endurgreiddar í heild inn til félaga sem sjá um að greiða til sinna iðkenda.

Mótsnefndin þakkar góðar viðtökur við mótinu og vonast til að sjá sem flesta á Króksmóti 2022.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir