Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum, til Kormáks Hvatar

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er á lokametrunum með styrkingar liðsins fyrir sumarið segir á aðdáendasíðu Kormáks en enn einn leikmaðurinn er þar kynntur til leiks. Þar er á ferðinni djúpi miðjumaðurinn Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum. „Hans helstu kostir á velli eru að hann les leikinn eins og opna bók, er gjarna réttur maður á réttum stað og færir liðinu ró og öryggi á miðsvæðinu. Sannkallaður gæðastjóri hér á ferð.

Lazar hefur áður leikið á Íslandi, með Fjarðabyggð í 2. deildinni 2020 og með Ægi í 3. deildinni 2021. Lazar var valinn í lið ársins með Ægi, svo ljóst er að hér er góður liðsstyrkur á ferð. Velkominn Lazar!“ segir í tilkynningu stjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir