Leikdagur í Síkinu í kvöld og hvað gerum við þá?
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					12.12.2024			
	
		kl. 09.15	
			
	
	
	Jú við förum í rétta dressið - peppum okkur upp og mætum í Síkið. Meistaraflokkur karla tekur á móti Njarðvík og byrjar leikurinn á slaginu 19:15. Ef þú átt ekkert til að fara í þá verður Tindastólsbúðin opin og nú með keppnistreyjur til sölu svo verða að sjálfsögðu hamborgarar á grillinu frá kl. 18:30.
Sjáumst í Síkinu!
						
								
			
